Skip Ísfélags Vestmannaeyja eru með mestar aflaheimildir í loðnu á vertíðinni, eða um 111 þúsund tonn og rúm 20% af heildinni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
HB Grandi er í öðru sæti en skip félagsins eru með tæplega 103 þúsund tonna heimild, eða um 19%. Síldarvinnslan er í þriðja sæti með rúmt 101 þúsund tonn, um 18,5% af heildinni, en þar er meðtalinn kvóti Bjarna Ólafssonar AK sem hlutdeildarfélag Síldarvinnslunnar gerir út.
Þrjár stærstu útgerðir uppsjávarskipa ráða þannig yfir samtals um 57% aflaheimilda í loðnu.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.