Það árar vel í uppsjávarveiðum og -vinnslu um þessar mundir. Veiðar hafa gengið vel í öllum tegundum og afurðaverð er í hæstu hæðum, og á það alveg sérstaklega við um verð á mjöli og lýsi. Veiðum er því sem næst að ljúka á norsk-íslensku síldinni og taka þá við veiðar íslenskri sumargotssíld.
„Við erum í Norðfjarðardýpi núna. Við tókum eitt hol norður á Héraðsflóa en svo fór að bræla þar svo við keyrðum hingað suður eftir. Við erum að dæla þriðja holi og það eru komin 800-900 tonn í þessum þremur holum,” segir Rúnar Sigfússon skipstjóri á Heimaey. Skipið ber 1.100 tonn af síld í kælivökva. Það vantar því lítið upp á fullfermi.
Veiðum að ljúka á norsk-íslenskri
Þetta var ljómandi góð síld sem var að fást og meðalþyngdin 380-390 grömm. Rúnar sagði að þetta væri að líkindum síðasti túrinn í norsk-íslensku síldina og að honum loknum yrði landað á Þórshöfn. Þá taki við nokkra daga frí og svo er stefnt að því að hefja veiðar á íslenskri sumargotssíld 20. október. Ísfélagið átti um 10 þúsund tonna kvóta í íslensku síldinni en eitthvað hefur gengið á hann því hún blandast norsk-íslensku síldinni við veiðar. Hún er veidd fyrir sunnan land og verður landað fyrir sunnan.
Rúnar segir að yfirleitt komi dálítið stopp í uppsjávarveiðar á haustin áður en loðnuúthlutun er ljós. Annars eru veiðarnar nánast sleitulausar allt árið í kring, þ.e. kolmunni, makríll, norsk-íslensk og íslenska síld og svo loðna þegar þannig árar.
Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri hjá Ísfélaginu á Þórshöfn, segir mjög vel hafa gengið í síldinni en aflinn hafi verið dálítið blandaður af norsk-íslenskri síld og heimasíld. Að meðaltali megi reikna með að hlutfallið af heimasíld í aflanum sé í kringum 20% sem er svipað og í fyrra. Þetta sé misjafnt á milli hola.
„Heimasíldin er smærri og fituminni. Hún er verðminni ef hún fer í bræðslu en við vinnum hana að mestu leyti til manneldis inn á ákveðna markaði og fáum þá svipað verð fyrir hana og þá norsk-íslensku,“ segir Siggeir.
Á þessari vertíð er útlit fyrir að vinnslan á Þórshöfn taki á móti 12-13 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld.
Afurðaverð í hæstu hæðum
„Við framleiddum loðnu í febrúar, aðallega inn á Asíumarkað og aðeins inn á Austur-Evrópu. Allan marsmánuð vorum við í loðnuhrognum og byrjum svo í lok júlí vinnslu á makríl og vorum að því fram í miðjan september. Og þá hófst síldarvinnsla,“ segir Siggeir.
Hann segir verð á mjöl og lýsi í sögulegum hæðum. Verðið hafi verið hátt lengi en aldrei þó jafnhátt og á þessu ári.
Það árar vel í uppsjávarveiðum og -vinnslu um þessar mundir. Veiðar hafa gengið vel í öllum tegundum og afurðaverð er í hæstu hæðum, og á það alveg sérstaklega við um verð á mjöli og lýsi. Veiðum er því sem næst að ljúka á norsk-íslensku síldinni og taka þá við veiðar íslenskri sumargotssíld.
„Við erum í Norðfjarðardýpi núna. Við tókum eitt hol norður á Héraðsflóa en svo fór að bræla þar svo við keyrðum hingað suður eftir. Við erum að dæla þriðja holi og það eru komin 800-900 tonn í þessum þremur holum,” segir Rúnar Sigfússon skipstjóri á Heimaey. Skipið ber 1.100 tonn af síld í kælivökva. Það vantar því lítið upp á fullfermi.
Veiðum að ljúka á norsk-íslenskri
Þetta var ljómandi góð síld sem var að fást og meðalþyngdin 380-390 grömm. Rúnar sagði að þetta væri að líkindum síðasti túrinn í norsk-íslensku síldina og að honum loknum yrði landað á Þórshöfn. Þá taki við nokkra daga frí og svo er stefnt að því að hefja veiðar á íslenskri sumargotssíld 20. október. Ísfélagið átti um 10 þúsund tonna kvóta í íslensku síldinni en eitthvað hefur gengið á hann því hún blandast norsk-íslensku síldinni við veiðar. Hún er veidd fyrir sunnan land og verður landað fyrir sunnan.
Rúnar segir að yfirleitt komi dálítið stopp í uppsjávarveiðar á haustin áður en loðnuúthlutun er ljós. Annars eru veiðarnar nánast sleitulausar allt árið í kring, þ.e. kolmunni, makríll, norsk-íslensk og íslenska síld og svo loðna þegar þannig árar.
Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri hjá Ísfélaginu á Þórshöfn, segir mjög vel hafa gengið í síldinni en aflinn hafi verið dálítið blandaður af norsk-íslenskri síld og heimasíld. Að meðaltali megi reikna með að hlutfallið af heimasíld í aflanum sé í kringum 20% sem er svipað og í fyrra. Þetta sé misjafnt á milli hola.
„Heimasíldin er smærri og fituminni. Hún er verðminni ef hún fer í bræðslu en við vinnum hana að mestu leyti til manneldis inn á ákveðna markaði og fáum þá svipað verð fyrir hana og þá norsk-íslensku,“ segir Siggeir.
Á þessari vertíð er útlit fyrir að vinnslan á Þórshöfn taki á móti 12-13 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld.
Afurðaverð í hæstu hæðum
„Við framleiddum loðnu í febrúar, aðallega inn á Asíumarkað og aðeins inn á Austur-Evrópu. Allan marsmánuð vorum við í loðnuhrognum og byrjum svo í lok júlí vinnslu á makríl og vorum að því fram í miðjan september. Og þá hófst síldarvinnsla,“ segir Siggeir.
Hann segir verð á mjöl og lýsi í sögulegum hæðum. Verðið hafi verið hátt lengi en aldrei þó jafnhátt og á þessu ári.