Innflutt hráefni til fiskvinnslu nam 105.000 tonn árið 2007 og dróst saman um 20.000 tonn frá fyrra ári eða 16%.
Verðmæti þessa innflutnings var 5,7 milljarðar króna sem er tæplega 500 milljónum króna hærri fjárhæð en árið 2006.
Þetta kemur fram í nýútkomnu riti Hagstofunnar.
Samdrátturinn milli ára stafar af stærstum hluta af því að erlend fiskiskip lönduðu 14.000 tonnum minna af kolmunna og 10.000 tonnum minna af norsk-íslenskri síld hérlendis á síðasta ári samanborið við árið á undan.
Á móti varð nokkur aukning í löndun útlendra skipa á loðnu.