Fjórðungur þess botnfisks sem fluttur er inn til Evrópusambandsins eða 740.000 tonn kemur frá Kína. Næststærsta innflutningslandið er Noregur en þaðan kaupa ESB-ríkin 410.000 tonn af botnfiski.
Í þriðja sæti er Norður-Ameríka sem sér ESB fyrir 320.000 tonnum af botnfiski og Ísland er fjórða í röðinni með 250.000 tonn eða 8% af heild. Þar á eftir kemur svo Afríka með 210 þúsund tonn og Suður-Ameríka sem selur 170.000 tonn af botnfiski til ESB-landanna.
Meðalverð fyrir fryst þorskflök á ESB-markaðinum í fyrra var jafnvirði 680 íslenskra króna á kílóið.
Þetta kemur fram í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi.