Innflutningsbann Rússa skaðar ekki bara þær vestrænu þjóðir sem það beinist að heldur einnig atvinnulíf í Rússlandi sjálfu.

Murmansk Fish Combinat, eitt stærsta fiskiðjuver í Rússland, hefur hætt starfsemi vegna bannsins. Forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við ITAR-TASS fréttstofnuna rússnesku að vinna hafi stöðvast vegna þess að fyrirtækið fái ekki lengur afla til vinnslu frá Noregi. Hann hótar því að hefja málsókn gegn rússnesku ríkisstjórninni ef vandinn verði ekki leystur.

Murmansk Fish Combinat er með samning við Norðmenn um afhendingu á 31.000 tonnum af fiski á síðari hluta yfirstandandi árs. Um er að ræða þorsk, loðnu, ufsa, ýsu og síld. Forstjórinn óttast að þessi afli verði seldur til vinnslu í Hvíta-Rússlandi.

Afkastageta rússneska fyrirtækisins er 70.000 tonn á ári.

Frá þessu er skýrt á vefnum seafoodsource.com.