Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lýkur mælingu á loðnustofninum í dag en niðurstöður þeirra verða ekki birtar opinberlega fyrr í næstu viku.

Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri segir í samtali við Fiskifréttir að dreifing loðnunnar hafi verið mjög mikil en lóðningarnar hvergi þéttar eða miklar.

Nyrst á leitarsvæðinu meðfram Austur-Grænlandskantinum var mest kynþroska loðna, síðan kom svæði með blandaðri loðnu en þar fyrir sunnan var að mestu leyti eins árs loðna.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.