Grænlenska landsstjórnin hefur gefið út hvalakvóta Grænlendinga fyrir árið 2017 sem er í samræmi við veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Þar eru hrefnur fyrirferðamestar en leyft er að veiða 164 hrefnu við Vestur-Grænland og 12 hrefnur við Austur-Grænland.

Kvóti annarra tegunda er sem hér segir: 19 langreyðar, 10 hnúfubakar og tveir Grænlandssléttbakar, öll dýrin við Vestur-Grænland.

Til samanburðar má geta þess að Hafrannsóknastofnun hefur á undanförnum árum gefið út að óhætt væri að veiða 154 langreyðar árlega við Ísland og 229 hrefnur. Engin langreyður var veidd í ár og innan við 50 hrefnur.