Myndun hafsbotnsins er liður í því að safna gögnum um búsvæði hans við Ísland, þar sem lífríkið ásamt botngerð og fleiri þáttum eru skoðuð saman og flokkuð. Dagana 20. júní til 1. júlí var myndað með neðansjávarmyndavélum á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Í ár var lífríkið við Djúpálinn, Halann, NA af Horni, Kolbeinseyjarhrygg og kantinn suður af Selvogsbanka myndað.

Alls voru tekin 73 snið, hvert þeirra var um 600 m langt, þannig að samanlagt voru sniðin um 43.8 km að lengd. Sniðin voru mjög ólík, frá 70 m niður á 850 m dýpi, allt frá dúnmjúkum leir yfir í harðann og grófann hraunbotn og tegundasamsetning ólík eftir því. Töluverð vinna er eftir við að greina þær tegundir sem myndaðar voru en fara þarf yfir allt myndefnið nákvæmlega, skrá botngerðir, telja og greina öll botndýr.

Á vef Hafró er skýrt frá því sem bar fyrir augum í máli og myndum.