Sjávarútvegsráðherra hefur lengd tímabil humarveiða um einn mánuð eða fram til 31. desember næstkomandi.

Í nýútgefinni reglugerð vegna málsins segir að veiðieftirlitsmenn skuli vera um borð í skipum sem stundi veiðar á þessu tímabili eins lengi og þurfa þyki, samkvæmt nánari fyrirmælum Fiskistofu. Tilkynna skal Fiskistofu um fyrirhugaða brottför eigi síðar en einum virkum degi fyrir upphaf veiðiferðar.