Tilraunaeldi á evrópskum humri á vegum Verkfræðistofunnar Svinnu í Sandgerði og Eyrarbakka hefur nú staðið yfir í eitt ár. Markmiðið er að ala humarinn til manneldis.

Mikil eftirspurn er eftir evrópskum humri og er þetta ein dýrasta sjávarafurð sem fyrirfinnst.

Fyrstu niðurstöður tilraunaeldisins lofa góðu þótt ýmsum spurningum sé ósvarað. Allt útlit er fyrir að humareldi til manneldis sé raunhæfur möguleiki hér á landi.

Sjá nánar í Fiskifréttum.