Nokkur umræða hefur verið um að veiða humar í gildrur hér við land og flytja hann út lifandi. Tilraunir með slíkar veiðar hafa gengið vel og vel hefur gengið að halda humrinum lifandi eftir að hann hefur verið veiddur. Erfiðara hefur aftur á móti verið að finna markað fyrir humarinn.

Á myndbandinu má sjá hvernig humar er egndur í gildru með beitu.