Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð utan við strendur Japan fyrir rúmum tveimur árum og flóðbylgjunnar sem fylgdi köstuðust mörg stór skip langt inn í land.

Í frétt á bbc.com segir að eitt þessara skipa sé Kyotoku Maru N0 18, 330 tonna fiskiskip, sem endaði 750 metra inni í landi.

Fram til þessa hefur Kyotoku Maru No 18 verið látið standa í borginni Kesennuma þar sem því skolaði á land sem minnisvarði um flóðbylgjuna.

Fyrir skömmu voru haldnar borgarkosningar í Kesennuna um framtíð skipsins og í kjölfar þeirra hefur verið ákveðið að fjarlægja það þar sem yfir 70% íbúanna töldu skipið rifja upp of sárar og sorglegar minningar.

http://www.bbc.co.uk/news/world-asia-23681886