Hrefnuveiðimenn ehf. fá þrjú dýr inn til vinnslu nú í upphafi vikunnar. Hrafnreyður KÓ veiddi tvö dýr um helgina og Konráð Eggertsson tók eitt fyrir vestan.  Veiðin mun halda áfram út september bæði í Faxaflóa og  í Ísafjarðardjúpi.

Kjötið af þessum dýrum mun að mestu fara beint út til verslana og veitingahúsa, enda farið að vanta kjöt á flestum stöðum, segir í vef Hrefnuveiðimanna.