Hrafnreyður KÓ veiddi eina hrefnu í Faxaflóa í gærdag og hafa því veiðst í heildina 27 hrefnur þetta sumarið, að því er fram kemur á vef hrefnuveiðimanna.
Þetta er fyrsta hrefnan sem veiðst hefur í Faxaflóa frá byrjun júní þar sem Hrafnreyður KÓ hefur verið við veiðar norður af landinu og tók síðan hringinn suðurfyrir land. Hrafnreyður mun halda til veiða aftur í dag og verða við veiðar í Faxaflóa út þetta hrefnuveiðitímabil sem lýkur í október.