Hrafnreyður KÓ landaði í gærmorgun tveimur hrefnum við Hafnarfjarðarhöfn og hefur því landað 32 dýrum það sem af er sumri.

Þessar upplýsingar koma fram á vef Hrefnuveiðimanna ehf. ,,Veiðarnar ganga mjög vel þessa dagana og mikið er af hrefnu í Faxaflóa. Dýrin eru nokkuð vel á sig komin og undantekningarlaust er maginn fullur af fiski.

Hrafnreyður heldur veiðum áfram í vikunni eftir því sem veður leyfir,“ segir ennfremur á vef Hrefnuveiðimanna.