ff
Hrafnreyður KÓ fór út til veiða í Faxaflóa í morgun. Hrafnreyður hefur tekið 29 dýr í sumar og kjötið allt farið á innanlandsmarkað, að því er fram kemur í frétt á vefnum hrefna.is.
Veiðar munu a.m.k. standa yfir í nokkrar vikur í viðbót en leyfilegt er að veiða til 30. október á þessu ári. Árið 2011 veiddi Hrafnreyður 50 hrefnur og stendur til að veiða svipað á þessu ári, segir ennfremur í fréttinni.