Höfuðstöðvar Fiskistofu munu flytjast til Akureyrar um næstu áramót. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að þetta sé í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að stuðla beri að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa en á síðustu árum hafi opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni.
Í fréttinni segir ennfremur: „Með breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands sem samþykktar voru á liðnu þingi hefur verið lögfest heimild fyrir ráðherra til að taka ákvörðun sem þessa. en þar segir: „Ráðherra kveður á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum.“
Fiskistofustjóri mun flytjast til Akureyrar og starfa þar ásamt starfsmönnum sem þar eru fyrir, öðrum sem óska eftir flutningi norður á Akureyri og nýjum starfsmönnum sem ráðnir verða. Starfsmenn Fiskistofu sem nú starfa í Hafnarfirði munu hafa val um starfsstöð á Akureyri eða í Hafnarfirði.