Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að tvíhöfða höfrung hafi skolað upp að ströndum landsins.

Kálfurinn fannst í fjöru í bænum Dikili í vesturhluta landsins í síðustu viku. Haft var eftir sjávarlíffræðingnum Mehmet Gokoglu að höfrungur með tvö höfuð væri afar fátítt fyrirbrigði í náttúrunni.

Höfrungurinn verður rannsakaður til hlítar í Akdeniz háskólanum í Tyrklandi.