„Við erum að yfirfara málið,“ segir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri um þá niðurstöðu að eina tilboðinu sem barst í dýpkun Njarðvíkurhafnar var hafnað þar sem upphæð þess nam ríflega tvöfaldri kostnaðaráætlun, eða 798 milljónum á móti 390 milljónum.

Halldór segir þetta ekki munu seinka því hvenær framkvæmdunum ljúki, aðeins hafi verið reiknað með að höfnin yrði dýpkuð á þessu ári. Bæði þurfi að grafa og hugsanlega sprengja við dýpkunina.

Fáir í dýpkunarbransanum

„Staðreyndin er sú að það eru ekki margir aðilar í þessum bransa á Íslandi og lítið um að erlendir aðilar séu að leita hér inn,“ bendir Halldór á. Verið sé að bæta hafnaraðstöðuna í Njarðvík til að geta nýtt hana betur ef á þurfi að halda og hún verði lífhöfn. „Innsiglingin hefur alltaf verið frekar grunn og kominn tími á að dýpka hana. Höfnin er í grunninn frá 1960.“

Halldór segir fyrirtæki í Grindavík nú skoða ýmsa möguleika hér og þar. Á Suðurnesjum séu þrjú sveitarfélög með ýmsa möguleika til atvinnuuppbyggingar.

„Það er möguleiki á uppbyggingu annars vegar hjá okkur í Njarðvík og hins vegar í Sandgerðishöfn. Ef það ætti að byggja upp fyrir fiskiskipaflota þá eru það þessar tvær hafnir sem myndu henta best,“ svarar Halldór spurður um hvar helst væri hægt að bera niður.

Grindvísk fyrirtæki dafni

„Við viljum náttúrlega gera fyrir menn það sem þarf til þess að þeir geti staðið í sínum atvinnurekstri. Og ef við njótum góðs af því á annan hátt þá er það náttúrlega frábært. En númer eitt, tvö og þrjú er að þessi fyrirtæki sem eru í vandræðum í dag fái möguleika á að dafna annars staðar,“ segir Halldór.

Þá segir Halldór Njarðvíkurhöfn hafa stækkunarmöguleika langt umfram það sem nú sé í bígerð. „Ef menn vilja byggja á henni til framtíðar þá er það örugglega með því kostnaðarminna á suðvesturhorninu.“

„Við erum að yfirfara málið,“ segir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri um þá niðurstöðu að eina tilboðinu sem barst í dýpkun Njarðvíkurhafnar var hafnað þar sem upphæð þess nam ríflega tvöfaldri kostnaðaráætlun, eða 798 milljónum á móti 390 milljónum.

Halldór segir þetta ekki munu seinka því hvenær framkvæmdunum ljúki, aðeins hafi verið reiknað með að höfnin yrði dýpkuð á þessu ári. Bæði þurfi að grafa og hugsanlega sprengja við dýpkunina.

Fáir í dýpkunarbransanum

„Staðreyndin er sú að það eru ekki margir aðilar í þessum bransa á Íslandi og lítið um að erlendir aðilar séu að leita hér inn,“ bendir Halldór á. Verið sé að bæta hafnaraðstöðuna í Njarðvík til að geta nýtt hana betur ef á þurfi að halda og hún verði lífhöfn. „Innsiglingin hefur alltaf verið frekar grunn og kominn tími á að dýpka hana. Höfnin er í grunninn frá 1960.“

Halldór segir fyrirtæki í Grindavík nú skoða ýmsa möguleika hér og þar. Á Suðurnesjum séu þrjú sveitarfélög með ýmsa möguleika til atvinnuuppbyggingar.

„Það er möguleiki á uppbyggingu annars vegar hjá okkur í Njarðvík og hins vegar í Sandgerðishöfn. Ef það ætti að byggja upp fyrir fiskiskipaflota þá eru það þessar tvær hafnir sem myndu henta best,“ svarar Halldór spurður um hvar helst væri hægt að bera niður.

Grindvísk fyrirtæki dafni

„Við viljum náttúrlega gera fyrir menn það sem þarf til þess að þeir geti staðið í sínum atvinnurekstri. Og ef við njótum góðs af því á annan hátt þá er það náttúrlega frábært. En númer eitt, tvö og þrjú er að þessi fyrirtæki sem eru í vandræðum í dag fái möguleika á að dafna annars staðar,“ segir Halldór.

Þá segir Halldór Njarðvíkurhöfn hafa stækkunarmöguleika langt umfram það sem nú sé í bígerð. „Ef menn vilja byggja á henni til framtíðar þá er það örugglega með því kostnaðarminna á suðvesturhorninu.“