Hoffell SU, uppsjávarskip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, kom til heimahafnar núna í morgunsárið með um 600 tonna farm af makríl sem fékkst í Síldarsmugunni. Sigurður Bjarnason skipstjóri segir í samtali við Fiskifréttir veiðina afar dræma en á heimasíðu fyrirtækisins segir að skipið fari strax út til veiða að löndun lokinni. Guðmundur St. Valdimarsson tók þessar fallegu myndir af skipinu þegar það kom til hafnar í Fáskrúðsfirði í morgun.

Afraksturinn úr Smugunni var 600 tonn af makríl að þessu sinni.
Afraksturinn úr Smugunni var 600 tonn af makríl að þessu sinni.