„Framlagið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi. Við erum afskaplega þakklát áhöfninni fyrir þetta góða framlag sem mun nýtast vel í okkar verkefnum. Það er ómetanlegt að finna fyrir öllum þeim stuðningi sem við finnum fyrir og hvetur okkur áfram í að vinna að okkar góða starfi, bæði erlendis sem og hér á landi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.