Hlutur Síldarvinnslunnar í tapi fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á fyrstu níu mánuðum þessa árs nemur 730 milljónum króna.

Þetta kemur fram í yfirliti forstjóra Síldarvinnslunnar í tilkynningu vegna uppgjörs félagsins fyrir þriðja ársfjórðung ársins.

„Hlutdeildarfélag Síldarvinnslunnar, Arctic Fish, varð fyrir miklu tjóni á þriðja ársfjórðungi þegar slátra þurfti talsvert af laxi félagsins vegna lúsafaraldurs. Eins slapp lax úr einni af kvíum félagsins í sumar þegar gat kom á kvína,“ rifjar Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar upp.

Tap Arctic Fish yfir tveir milljarðar

„Síldarvinnslan á 34,2 prósent hlut í Arctic Fish og er hlutdeild Síldarvinnslunnar í afkomu Arctic Fish á fyrstu níu mánuðum ársins neikvæð um 5,3 milljónir bandaríkjadala sem má rekja til þess tjóns sem félagið varð fyrir af þessum sökum. Það er forgangsatriði félagsins að tryggja að slíkir atburðir endurtaki sig ekki,“ segir Gunnþór enn fremur.

Þetta þýðir að tap Arctic Fish í heild á fyrstu níu mánuðum ársins hefur numið um 15,6 milljónum dala eða jafnvirði um 2.137 milljóna króna.

Reksturinn gengið vel

Nánar má lesa um starfsemi Síldarvinnslunna, afkomu og horfur í áðurnefndri tilkynningu. Þar kemur meðal annars fram að reksturinn hafi gengið vel. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafi tekjurnar verið 43,7 milljarðar króna og að hagnaðurinn hafi numið 8,6 milljörðum.

Hlutur Síldarvinnslunnar í tapi fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á fyrstu níu mánuðum þessa árs nemur 730 milljónum króna.

Þetta kemur fram í yfirliti forstjóra Síldarvinnslunnar í tilkynningu vegna uppgjörs félagsins fyrir þriðja ársfjórðung ársins.

„Hlutdeildarfélag Síldarvinnslunnar, Arctic Fish, varð fyrir miklu tjóni á þriðja ársfjórðungi þegar slátra þurfti talsvert af laxi félagsins vegna lúsafaraldurs. Eins slapp lax úr einni af kvíum félagsins í sumar þegar gat kom á kvína,“ rifjar Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar upp.

Tap Arctic Fish yfir tveir milljarðar

„Síldarvinnslan á 34,2 prósent hlut í Arctic Fish og er hlutdeild Síldarvinnslunnar í afkomu Arctic Fish á fyrstu níu mánuðum ársins neikvæð um 5,3 milljónir bandaríkjadala sem má rekja til þess tjóns sem félagið varð fyrir af þessum sökum. Það er forgangsatriði félagsins að tryggja að slíkir atburðir endurtaki sig ekki,“ segir Gunnþór enn fremur.

Þetta þýðir að tap Arctic Fish í heild á fyrstu níu mánuðum ársins hefur numið um 15,6 milljónum dala eða jafnvirði um 2.137 milljóna króna.

Reksturinn gengið vel

Nánar má lesa um starfsemi Síldarvinnslunna, afkomu og horfur í áðurnefndri tilkynningu. Þar kemur meðal annars fram að reksturinn hafi gengið vel. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafi tekjurnar verið 43,7 milljarðar króna og að hagnaðurinn hafi numið 8,6 milljörðum.