Hlé hefur verið gert á viðræðum strandríkjanna í London um stjórn veiða á norsk-íslenskri síld og makríl sem staðið hafa í þessari viku. Ekki er ákveðið hvenær nýir fundir verða boðaðir.
Í næstu viku hefjast viðræður um stjórn makrílveiða á næsta ári og verða þær einnig haldnar í London.
Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna.