Fiskimannafélag Hjaltlandseyja hefur krafist þess að Evrópusambandið og Noregur segi upp samningnum um makrílveiðar Færeyinga á þeirri forsendu að hlutur þeirra í heildarkvótanum sé of stór.
Félagið bendir á að ein meginástæða þess að hlutur Færeyinga hafi verið aukinn hafi verið sú að svo mikið af makríl héldi sig í færeyskri lögsögu. Hjaltlendingum finnst því skjóta skökku við að færeysk skip stundi veiðar langtímum saman við Hjaltland og sigli svo með aflann til Færeyja. Þeir segja að síðustu tvo mánuðina hafi meginhluti færeyska flotans legið utan við Hjaltland og veitt makríl. Það sé sönnun þess að samningur um aukinn kvóta Færeyinga hafi verið byggður á röngum forsendum.
Færeyskir vefurinn aktuelt.fo skýrir frá þessu og vísar í hjaltlenska fréttavefinn Shetland News.