Aflaverðmæti fisks sem landað var á Hjaltlandseyjum árið 2011 nam um 90 milljónum punda (18,3 milljörðum ISK) og er hér um met að ræða.

Frá árinu 2000 hefur verðmæti fisks landað á Hjaltlandseyjum fjórfaldast. Aukningin skýrist af almennri uppsveiflu í uppsjávarfiski.

Uppsjávarfiskur, síld og þó sérstaklega makríll, er um 78% af þeim fiski sem landað er á Hjaltlandseyjum í tonnum talið. Hvítfiskur, svo sem ýsa, þorskur og skötuselur, er um 19% af þyngd og 27% af verðmætum.

Hjaltlandseyjar gegna mikilvægu hlutverki í breskum sjávarútvegi. Á árinu 2011 var rétt tæpur fjórðungur af öllum skoskum fiski landa á Hjaltlandseyjum og 11% af öllum fiski á Bretlandi. Meira var landað af fiski í höfnum á Hjaltlandi en í nokkurri annarri höfn á Bretlandi fyrir utan Peterhead.