Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra en á síðasta ári. Hraði hækkunar sjávarborðs og hlýnunar hefur tvöfaldast síðustu tvo áratugi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um ástand sjávar sem var gefin út á vegum Alþjóðahaffræðinefndar UNESCO (IOC) með stuðningi íslenskra stjórnvalda.
500 „dauð" svæði
Yfir 100 vísindamenn frá 28 ríkjum unnu að gerð skýrslunnar, sem fjallar um nýlegar hafrannsóknir, núverandi ástand hafsins og framtíðarspá, með áherslu á mengun, súrnun sjávar, breytingar á vistkerfum sjávar og eftirlits- og stjórnunarhætti þegar kemur að málefnum.
Í skýrslunni kemur fram að frá 1960 hafa höf jarðar tapað 2% af súrefni sínu og í dag eru 500 svokölluð dauð svæði meðfram ströndum jarðar þar sem sjávarlíf á erfitt uppdráttar vegna súrefnisskorts, mengunar, afrennslis frá landbúnaði og hækkandi hitastigs.
Á bilinu 20-30% af koldíoxíði sem mannfólk losar út í andrúmsloftið er tekið upp af hafinu og af þeim sökum hafa úthöf súrnað um 30% frá því fyrir iðnbyltingu. Talsverðar breytingar á sýrustigi sjávar mælast á strandsvæðum. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni á ensku.
Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra en á síðasta ári. Hraði hækkunar sjávarborðs og hlýnunar hefur tvöfaldast síðustu tvo áratugi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um ástand sjávar sem var gefin út á vegum Alþjóðahaffræðinefndar UNESCO (IOC) með stuðningi íslenskra stjórnvalda.
500 „dauð" svæði
Yfir 100 vísindamenn frá 28 ríkjum unnu að gerð skýrslunnar, sem fjallar um nýlegar hafrannsóknir, núverandi ástand hafsins og framtíðarspá, með áherslu á mengun, súrnun sjávar, breytingar á vistkerfum sjávar og eftirlits- og stjórnunarhætti þegar kemur að málefnum.
Í skýrslunni kemur fram að frá 1960 hafa höf jarðar tapað 2% af súrefni sínu og í dag eru 500 svokölluð dauð svæði meðfram ströndum jarðar þar sem sjávarlíf á erfitt uppdráttar vegna súrefnisskorts, mengunar, afrennslis frá landbúnaði og hækkandi hitastigs.
Á bilinu 20-30% af koldíoxíði sem mannfólk losar út í andrúmsloftið er tekið upp af hafinu og af þeim sökum hafa úthöf súrnað um 30% frá því fyrir iðnbyltingu. Talsverðar breytingar á sýrustigi sjávar mælast á strandsvæðum. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni á ensku.