Febrúar var heitasti mánuður á Grænlandi frá því mælingar hófust. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið, að því er fram kemur á grænlenska vefnum sermitsiaq.ag

Meðalhitinn í febrúar var 1,35 gráðum yfir meðallag áranna 1951-1980. Í janúar var hitinn 1,14 gráðu yfir meðallagið.

Ef litið er á norðurhvel jarðar er hitinn 2,76 gráðum hærri en meðallag áranna 1951-1980. Hitaaukningin er mest á norðurheimskautinu sjálfu. Þar er hlýrra en verið hefur í 1000 ár.

Þessi tíðindi vekja ugg því bráðnun jökla á Grænlandi verður meiri en reiknað hafði verið með.