Kannanir sýna  að gæludýr séu farin að fitna verulega. Rannsóknir gefa til kynna að allt að 50% hunda og katta séu of feit og líkt og hjá mönnum getur ofþyngd leitt til alvarlegra sjúkdóma hjá þeim og stytt lífaldur.

Í ljósi þess að LipoSan Ultra® frá Primex ehf. er árangursríkt fæðubótarefni sem framleitt er úr kítósani (sem unnið er úr rækjuskel) hafa fóðurframleiðendur sýnt áhuga á vörunni og þróað hana fyrir gæludýr.

Tuggutöflur eru ein leið til að gefa dýrum skammt af LipoSan Ultra® og eru þær gefnar rétt fyrir mat til að hámarka virkni þeirra.

Slíkar töflur eru væntanlegar á markað í Bandaríkjunum fljótlega og áhuginn á þeim er mikill.

Sjá nánar í sérblaði um nýsköpun sem fylgir Fiskifréttum í dag.