Nýlokið er rannsóknaleiðangri um Lófóten-svæðið sem er helsta hrygningarsvæði þorsks við Noreg.

Á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar segir að sett hafi verið nýtt „heimsmet“ í þéttleika þorskeggja.

Þannig hafi þéttleiki á svæðinu Hölla mælst mestur eða 26.000 egg á hvert fermetra. Hölla er frekar lítið svæði en þar eru talin fljóta um 900 milljarðar eggja. Hvert egg er 1,4 mm í þvermál og væri þeim öllum raðað upp myndi sú keðja ná meira en þrisvar sinnum frá jörðinni til tunglsins.

Heldur minna mældist af hrygningarfiski í leiðangrinum en í fyrra en þá var metmæting. Uppistaðan í hrygningunni var 9-10 ára gamall fiskur.

Því má bæta við fyrir þá lesendur sem standa á því fastar en fótunum að egg þorskins heitir hrogn og annað sé vitleysa, að samkvæmt vísindalegri skilgreiningu heita eggin hrogn meðan þau eru inni í hrognasekknum en egg eftir að þau dreifa sér stök út í hafið.