Nýliðið fiskveiðiár verður áhöfn Sirrýjar ÍS örugglega ógleymanlegt.  Þeir settu glæsilegt heimsmet smábáta, heildarafli fiskveiðiársins 1.729 tonn og bættu fyrra heimsmet um 222 tonn sem Guðmundur Einarsson ÍS átti og var frá fiskveiðiárinu 2005/2006.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda (LS). Aflann fékk Sirrý í 297 róðrum og var meðaltalið því 5,8 tonn.  Mestur varð aflinn í janúar 224 tonn, þar sem meðaltal á hvern bala var 235 kg.

Á Sirrý eru 3 í áhöfn, 2 á sjó og einn hvílir 2 daga í senn.  Við beitningu starfa 8 manns.   Skipstjóri á Sirrý ÍS er Sigurgeir Steinar Þórarinsson.

Sjá nánar á vef LS, HÉR