Á vef samtaka norskra útvegsmanna segir að samkvæmt óstaðfestum fréttum sé Lafayette, stærsta verksmiðjuskip í heimi, á leið til Færeyja til þess að kaupa makríl og vinna um borð.
Lafayette er 229 metra langt skip og getur fryst 1500 tonn af fiski á dag. Það er sagt með 30.000 tonna rými í frystilestum. Lafayette siglir undir rússneskum fána, ef marka má upplýsingar á netinu.