Á sameiginlegum fundi fulltrúa grásleppuveiðimanna og framleiðenda - LUROMA - sem haldinn var á Spáni sl. föstudag kom m.a. fram að heildarveiðin á árinu 2008 svaraði til 28.320 tunna af söltuðum grásleppuhrognum. Veiðin var þriðjungi meiri en á árinu 2007. Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.
Veiðin skiptist þannig milli þjóðanna:
Ísland 11.661 tunnur sem er aukning um 72% frá 2007 Grænland 8.853 tunnur, aukning um 4% Noregur 5.256 tunnur, aukning um 110% Nýfundnaland 2.300 tunnur, sem er samdráttur um 28% milli ára Danmörk 250 tunnur