Ekki tókust heildarsamningar milli veiðiþjóða makríls á fundi á Írlandi í þessari viku. Ísland og Grænland standa enn utan samnings en ESB, Noregur og Færeyjar endurnýjuðu samkomulag sín í milli sem gert var á síðasta ári.

Samkvæmt því samkomulagi skal miða við 895.900 tonna heildarafla á næsta ári sem skiptist þannig að ESB fær 442 þús. tonn í sinni hlut, Noregur 202 þús. tonn og Færeyjar 113 þús. tonn. Skilin eru eftir 15,6% af heildarkvótanum til handa Íslandi, Grænlandi og Rússlandi.

Þetta kemur fram á vef norska sjávarútvegsráðuneytisins.