Það sem af er þessu ári hefur HB Grandi selt 577 tonn af karfahausum, þar af voru sjófrystir hausar 56 tonn að verðmæti 5,4 milljónir. Meðalaverð á heildina er 88 krónur á kíló, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Hátt verð fæst fyrir karfahausana sem notaðir eru í beitu í humargildrur við veiðar úti fyrir strönd Kanada. Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, sagði í ræðu á aðalfundi félagsins í síðustu viku að ennfremur væri gert ráð fyrir að gera meira verðmæti úr karfahausum í landvinnslu. Um 7.200 tonn af karfa yrðu tekin til vinnslu hjá fiskvinnslu HB Granda í Norðurgarði á þessu ári. Hann benti á að 40% af þyngd innvegins karfa væri afskorinn haus með viðhengi.

Þá gat Árni þess að verið væri að auka frystigetu nokkurra frystitogara félagsins vegna komandi makrílveiða. Áform væru uppi um að nýta þá frystigetu til að frysta karfahausa við fyrsta hentugleika.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.