Gengið hefur verið frá kaupsamningi á milli HB Granda hf. og Benchmark Genetics Limited vegna kaupa hins síðarnefnda á öllum hlutum HB Granda hf. í Stofnfiski.
Eignarhlutur HB Granda hf. í Stofnfiski hf. nam 64,94% af hlutafé félagsins og var bókfært verð eignarhlutarins, samkvæmt ársreikningi HB Granda hf. vegna ársins 2013, skráð 7,1 milljónir evra í árslok 2013.
Stofnfiskur hf. er stærsti framleiðandi á Íslandi á laxahrognum og er fyrirtækið auk þess leiðandi í kynbótum fyrir fiskeldi. Benchmark Genetics Ltd. var stofnað árið 2000 og er í eigu Benchmark Holding Plc. sem er skráð á UK AIM verðbréfamarkaðinn í Bretlandi en félagið sérhæfir sig m.a. í líftæknilausnum á sviði fiskeldis og landbúnaðar.
Söluverð eignarhluta HB Granda hf. nemur um 1.858 milljónum íslenskra króna eða um 12 milljónum evra.
Sjá nánar á vef HB Granda