HB Grandi stendur um þessar mundir fyrir námskeiðum fyrir alla starfsmenn fiskiðjuveranna í Reykjavík og á Akranesi. Námskeiðin haldin á níu tungumálum, íslensku, ensku, tælensku, pólsku, litháísku, víetnömsku, kínversku, portúgölsku og tagalog sem er tungumál þeirra sem ættaðir eru frá Filippseyjum.
Á námskeiðum er farið yfir meðhöndlun á hráefni, hreinlæti, umgengni og þrif. Námskeiðin, sem haldin eru í samstarfi við rannsóknarstofuna Sýni, hófust í síðasta mánuði og þeim lýkur svo í þessum mánuði.
Sjá nánar á vef HB Granda, HÉR