Alls fá 488 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað kvóta á nýju fiskveiðiári. Kvótahæsta fyrirtækið er HB Grandi líkt og í fyrra með 11,2% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,8% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár.

Fimmtíu stærstu fyrirtækin eru með sem nemur um 86% af úthlutuðu aflamarki og vex hlutur þeirra um 0,8% á milli ára.

Alls fá 627 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2013/2014. Mest aflamark fer til Brimness RE, rúm 9.500 þorskígildistonn eða 2,5% af heildinni.

Athygli er vakin á því að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum. Þess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og útgerða eftir að breytast þegar líður á fiskveiðiárið.

Hér að neðan er tafla yfir 10 kvótahæstu fyrirtækin við upphafsúthlutun kvótaárið 2013/2014.

1.      HB Grandi     42,7 þús. þígt. 11,2%

2.      Samherji         25,8 þús. þígt. 6,8%

3.      Þorbjörn          20,8 þús. þígt. 5,5%

4.      FISK Seaf.     18,2 þús. þígt. 4,8%

5.      Brim               16,7 þús. þígt. 4,4%

6.      Vinnslust.       16,1 þús. þígt. 4,2%

7.      Vísir                15,6 þús. þígt. 4,1%

8.      Rammi            14,6 þús. þígt. 3,8%

9.      Skinn.-Þing.    14,5 þús. þígt. 3,8%

10.  HG                 11,3 þús. þígt. 3,0%