HB Grandi hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Blámars ehf. á 60 milljónir króna. Blámar hefur sérhæft sig í útflutningi á fiskafurðum í neytendapakkningum og eru kaupin liður í að styrkja markaðsstarf dótturfélaga HB Granda á Akranesi, Norðanfisks og Vignis G. Jónssonar.
Fiskifréttir fjallaði ítarlega um fyrirtækið í júlí síðastliðnum eins og l esa má hér .
Blámar var stofnað árið 2011 en Pálmi Jónsson og Valdís Fjölnisdóttir tóku við fyrirtækinu í desember 2015 til að framleiða ferskan fisk í neytendapakkningar. Sérstaða fyrirtækisins eru pakkningarnar sem kallast skinnpakkningar. Það hefur haslað sér völl með um fimmtán vörutegundir en stærsti hluti framleiðslunnar er seldur til útlanda.
Aðferðin felst í því að filma er mótuð í bakka í vél og sama vél leggur síðan aðra þynnri filmu yfir fiskinn sem er kominn í bakkann. Pakkinn er lofttæmdur og þessi pökkunaraðferð tryggir umtalsvert lengri hillutíma.