Stjórn HB Granda ætlar að leggja til við aðalfund félagsins að greiddur verði 20% arður á hlut vegna ársins 2010. Samtals nemur það 339,6 milljónir króna.
Stærstu eigendur HB Granda eru Vogun hf. með 40,1% eignarhlut og Kjalar hf., félag í eigu Ólafs Ólafssonar, með 33% eignarhlut. Samtals fá þessir tveir aðilar því um 248 milljónir króna af arðgreiðslunni.
Eigandi Vogunar er Hvalur hf. sem er í eigu 97 aðila samkvæmt síðast ársreikningi.
Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins .