Á aðalfundi HB Granda sem haldinn var í dag var samþykkt að greidd verði 1,50 kr. á hlut í arð vegna ársins 2014, alls að fjárhæð 2,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í frétt á vef HB Granda .

Þóknun næsta árs til stjórnarmanna verði 200.000 kr. á mánuði og formaður fái tvöfaldan hlut.

Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir, Rannveig Rist og Þórður Sverrisson voru kosin í stjórn félagsins.

Starfskjarastefnu HB Granda, ræðu stjórnarformanns á aðalfundi félagsins ásamt niðurstöðum aðalfundar má finna í meðfylgjandi viðhengjum:

Starfskjarastefna (pdf skjal).
Ræða stjórnarformanns (pdf skjal).
Niðurstöður aðalfundur (pdf skjal).