Á lista Fiskistofu yfir álagningu veiðigjalda á síðasta fiskveiðiári (2012/2013) kemur fram að HB Grandi greiddi hæstu veiðigjöldin eða 1.956 milljónir króna.
Í öðru sæti var Samherji (ÚA meðtalið) með 1.237 milljónir.
3. Síldarvinnslan með 808 milljónir.
4. Ísfélag Vestmannaeyja með 807 milljónir.
5. Brim með 728 milljónir.
6. Vinnslustöðin með 704 milljónir.
7. FISK Seafood með 698 milljónir.
8. Skinney-Þinganes með 614 milljónir.
9. Eskja með 472 milljónir
10. Rammi með 465 milljónir.
10. Þorbjörn með 461 milljónir.
Eins og fram kemur í frétt hér annars staðar á síðunni er álagningu fyrir yfirstandandi fiskveiðár ekki lokið og því eru þær álagningartölur ekki samanburðarhæfar við síðasta fiskveiðiár.