Áætlað að heildarkostnaður við uppbyggingu HB Granda á Vopnafirði muni nema tæpum fjórum milljörðum króna á núverandi verðlagi, að sögn Eggerts Benedikts Guðmundssonar forstjóra fyrirtækisins.
Fjárfestingar í uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði nema alls rúmum þremur milljörðum króna á sl. fimm árum eða á þeim tíma sem liðinn er frá formlegri sameiningu HB Granda hf. og Tanga hf.
Senn sér fyrir endann á uppbyggingunni en á næsta ári verður lokið við byggingu nýrrar fiskmjölsverksmiðju auk þess sem ráðist verður í endurbætur á uppsjávarfrystihúsinu. Þær fela m.a. í sér kaup á tveimur nýjum, sjálfvirkum síldarflökunarvélum auk þess sem búnaði verður breytt þannig að betur verði hægt að vinna makríl til manneldis. Þá verður fjárfestingin á Vopnafirði komin upp í fjóra milljarða króna.
Nánar er fjallað um málið á heimasíðu HB Granda, HÉR