Verði nýtt makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum fengi HB Grandi mestan makrílkvóta af íslenskum útgerðum, samkvæmt samantekt í nýjustu Fiskifrétta.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að 90% kvótans verði úthlutað miðað við veiðireynslu, 5% fari aukalega til skipa sem lagt hafa áherslu á veiðar fyrir manneldisvinnslu og 5% fari til handfærabáta.
HB Grandi fengi um 14,2% af þeim kvóta sem úthlutað yrði samkvæmt veiðireynslu. Samherji yrði í öðru sæti með 12,7% og Ísfélag Vestmannaeyja fengi 11,9%.
Nokkur samþjöppun er í makrílveiðinni en fimm hæstu útgerðirnar eru með um 57% veiðireynslunnar og tíu hæstu með um 82%.
Uppsjávarfyrirtækin raða sér í efstu sætin eins og við er að búast en togaraútgerðin Brim er í níunda sæti með um 3,8% veiðireynslunnar.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.