Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag og komu þau að þessu sinni í hlut HB Granda. Í forsendum dómnefndar fyrir verðlaunaveitingunni segir að þau séu veitt fyrir einstakt framlag fyrirtækisins til vinnslu og sölu íslenskra sjávarafurða og forystu þess í nýsköpun á þessu sviði. Við sama tækifæri afhenti forseti einnig sérstaka heiðursviðurkenningu til Jóhanns Sigurðssonar bókaútgefanda fyrir framlag hans til að auka hróður Íslands á erlendri grundu með heildarútgáfu Íslendingasagna, fyrst á ensku og nú á Norðurlandamálum.

Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem veitti Útflutningsverðlaununum viðtöku en þeim fylgdi listaverk eftir Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur glerlistarmann. Viðstaddir athöfnina voru m.a. rúmlega 100 starfsmenn HB Granda hf. Þar af um 20 manns frá Vopnafirði