Hátíðarstemmning ríkti í Vestmannaeyjum í dag þegar Heimaey VE, nýsmíði Ísfélags Vestmannaeyja, sigldi inn í höfnina í fyrsta sinn í sólríku veðri. Koma skipsins sætir einnig tíðindum á landsvísu því áratugur er liðinn síðan íslensk útgerð tók síðast á móti nýsmíðuðu uppsjávarskipi.

Heimaey VE-1 er 71 metri að lengd, 14,4 metrar á breidd og mælist 2.263 brúttótonn stærð. Í skipinu eru tíu sjókældir hráefnistankar sem rúma samtals um 2.000 tonn. Kostnaður við smíði skipsins og búnað þess nemur um fjórum milljörðum króna.

Skipstjóri á Heimaey VE-1 er Ólafur Einarsson.

Íbúum í Vestmannaeyjum hefur verið boðið að skoða skipið í dag.