Þeir þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að fylla fleyturnar sjómennirnir frá þorpinu Choroni í Venesúela á dögunum. Það er reyndar ekki á hverjum degi sem svona handmokstur á sér stað en þolinmæði og samvinna getur skilað sér í ríkulegum afla, eins og þetta myndband sýnir með skýrum hætti.