ff
Vigo er ein mikilvægasta hafnarborg Spánar og þótt víðar væri leitað. Frá janúar til júlí á þessu ári fóru um 487 þúsund tonn af ferskum, frosnum, og niðursoðnum fiski um höfnina, að því er kemur fram á fis.com.
Þetta eru mestu flutningar sjávarafurða um höfnin nokkru sinni. Fyrra met var sett á sama tíma í fyrra. Hafnaryfirvöld leggja áherslu á að Vigo haldi forystu sinni sem leiðandi höfn í heiminu í flutningum á fiski til manneldis. Meira en 7 þúsund manns starfa við höfnina.