„Þetta gengur mjög misjafnlega en heilt yfir er gangurinn í þessu samt ágætur,“ sagði Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU, sem var við makrílveiðar við Vestmannaeyjar ásamt fleiri skipum í gær þegar Fiskifréttir ræddu við hann. „ Þetta byrjar miklu betur hjá okkur en í fyrra en flesta dagana hefur verið leiðindaveður til makrílveiða.“
Þerney RE var við makrílveiðar í Kollál í gær. Kristinn Gestsson skipstjóri sagði veiðarnar hafa gengið treglega undanfarinn sólarhring en fram að því hafi verið ágæt veiði. „Við frystum á milli 50 og 55 tonn á sólarhring og það hefur ekki tekið langan tíma að fá það. Við höfum haldið uppi fullri vinnslu. Þetta byrjar bara ljómandi vel,“ segir Kristinn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.