Í umræðunni í kjölfar innflutningsbanns Rússa á íslenskar sjávarafurðir síðastliðið sumar var því haldið fram af hálfu talsmanna sjávarútvegsins að sölutölur til Rússlands væru vanmetnar því hluti af útflutningnum þangað færi fyrst til Hollands og Litháen og væri skráður á þau lönd í tölum Hagstofu Íslands.
Hagstofan hefur rannsakað málið og segir að enda þótt erfitt sé að sannreyna gögn um útflutning til Hollands á iðnaðarvörum (aðallega áli og álafurðum) gildi öðrum máli um sjávarafurðir. Þar sé í flestum tilvikum hægt að fá upplýsingar um endanlegt ákvörðunarland. Rannsóknin hafi leitt í ljós að ekkert bendir til þess að útflutningur til Rússlands hafi verið vanmetinn.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.