Hagnaður sjávarútvegs fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt dróst lítillega saman milli áranna 2009 og 2010, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni. Um er að ræða verga hlutdeild fjármagns (EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum. Í fiskveiðum og -vinnslu lækkaði þetta hlutfall úr 31% í 28,9%, hækkaði í veiðum úr 26,3% árið 2009 í 26,6% af tekjum árið 2010 og í lækkaði í vinnslu úr 20,8% í 16,1%. Hreinn hagnaður (EBT) í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 19,8% árið 2010 samanborið við 22% árið áður. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 15,1% hagnaður 2010 en var 14% hagnað árið 2009. Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2010 voru 559 milljarðar, heildarskuldir 500 milljarðar og eigið fé 59 milljarðar.